Heiðarbóls Labrador

LABRADOR RETRIEVER

08.06.2018 07:12

Sumarið byrjað

Það er gaman að komast inní hundasumarið.

Skemmtilegt að fylgja eftir hvolpunum undan Kolu og Ross og sjá framfarir hjá þeim öllum.

Þetta er sannarlega skemmtilegasti tíminn.

Við Kola tókum þátt í okkar fyrsta prófi við Sílatjörn 2.júní, góð mæting var í prófið og frábær stemming í fínu veðri.
Við fengum 1.einkun í ÚFL-B og fórum sátt frá þessum degi.

Heiðarbóls Katla tók þátt í sínu fyrsta prófi og átti fínan dag, 2.einkun í BFL.  Eins og gefur að skilja var margt nýtt fyrir Kötlu og leystu þau Gulli verkefnið vel.

Heiðarbóls Dimma er öll að koma til og bætist hratt í reynslubankan og þroskinn eykst.

Gulli með Heiðarbóls Kötlu að fá upplýsingar um prófið frá Sigurmon Hreinssyni dómara.

24.04.2018 22:08

2018 sumarið framundan

Nú líður að því að við Kola förum í fyrstu próf sumarsins.  

Ekki vantar áhugann og virðist ekki hafa gleymt neinu.  

Heiðarbóls Dimma dóttir hennar og Ross er lofandi tík sem þarf meiri tíma.  Kemur í ljós hvort ég fer með hana í próf.  Allavega verður gaman að vinna með hana á æfingum og byggja hana upp. Skemmtilegur karakter.


  • 1
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 178
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 465083
Samtals gestir: 66900
Tölur uppfærðar: 24.1.2019 11:07:12

Um mig

Nafn:

Heiðarbóls Labrador

Farsími:

8255219

Tenglar