Heiðarbóls Labrador

LABRADOR RETRIEVER

10.01.2020 20:46

Hvolparnir hennar Heiðarbóls Dimmu

Eins og fram hafði komið var framundan got hjá Heiðarbóls Dimmu og pabbinn Huntingmate Atlas.

Dimma gaut í um kvöldið 9.janúar og nóttina á eftir 10 hvolpum, 5 tíkum, ein gul og fjórar svartar, 5 rökkum, tveir gulir og þrír svartir.

Þeir dafna allir vel á þessu stigi og eru allir lofaðir eða verið að klára það mál.

Hér má sjá nokkrar myndir10.01.2020 20:29

Námskeið

Síðan við byrjuðum að rækta og fengum okkar fyrsta got 2017 hef ég fylgt eftir hvolpunum og ýmist verið með námskeið eða bara stutt fólk áfram.  Oftast hefur það verið bland.

Við höfum einnig staðið að því að fá vini okkar Trond og Aase frá Noregi (nú búsett í Danmörku) í samvinnu við Hrafnsvíkur labrador hingað til lands að halda námskeið.

Ég hef nú ákveðið að víkka þetta aðeins út fyrir minn hóp og prófa að halda námskeið sem er opið.

Ég kalla það fyrir lengra komna, þá á ég við að þetta er ekki byrjenda hvolpanámskeið.  Þetta er næsta stig þar fyrir ofan og stiður við og hjálpar stjórnendum að ná vinnu með hundinn á næsta stig.

Þeir sem vilja skrá sig vinsamlega sendið mér póst á facbook annað hvort í gengum Heiðarbóls síðuna eða mína persónulegu.  Eins er hægt að hringja í mig í síma 8255219.

Svo er bara að sjá hvort maður þróar þetta áfram.

05.01.2020 17:20

Nýtt ár og áskoranir 2020

Nú þegar nýtt ár hefur gengið í garð er nóg að verkefnum framundan í hundamálum

Við byrjuðum á því að fara á æfingar með félögum okkar bæði með Heiðarbóls hunda og aðrir. Mjög skemmtilegt að taka þátt í æfingum með öðrum þar sem það gefur kost á flóknari uppsetningum og aðstoð sem er mikilvæg, ásamt auðvitað félagsskap.  Einnig þjálfar það hundana í að bíða og vinna þegar aðrir bíða. Setti inn nokkrar myndir í albúmið.

Mesta spennan er þó að bíða með Heiðarbóls Dimmu eftir að hún gjóti, við reiknum með goti um og í kringum næstu helgi eða um 12.janúar.

Svona er hún í dag 5.janúar ansi stór orðin, glöð og orkumikil.


23.12.2019 14:30

Jólakveðja

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Kærar þakkir fyrir liðin ár 

kær kveðja,

Heiðar og Dagmar
Heiðarbólsræktun

06.12.2019 12:59

Heiðarbóls Dimma á von á hvolpum

OFLW-19 Heiðarbóls Dimma og BFLW-19 Huntingmate Atlas voru pöruð í nóvember s.l. og nú er ljóst að Dimma er hvolpafull.

Von er á goti um miðjan janúar n.k.  .

Báðir hundar eru búin að eiga gott sumar á veiðiprófum í sumar. eru með mikinn vinnuvilja og þægileg í þjálfun.  Í sumar tók Atlas þátt í 6 veiðiprófum 4 í BFL og 2 í OFL, hlaut 1.einkun á þeim öllum og 3 sinnum besti hundur.  Dimma tók þátt í 4 prófum í sumar 1 í BFL og 3 í OFL, fékk 1 einkun og besti hundur á öllum prófum og heiðursverðlaun í OFL á einu prófinu.

Við hjá Heiðarbólsræktun leggjum mikið uppúr því að hvolpar fái heimili þar sem eiginleikar og vinnuvilji hundanna fær að njóta sín. 

Dimma er úr okkar ræktun og kemur undan ISFTCH Kolu og FTW-19 ISFTCH Edgegrove Appollo of Fenway (Ross) .  Árangur Kolu má sjá hér . Árangur Ross má sjá hér

Árangur Heiðarbóls Dimmu og bakgrunn má sjá hér

Árangur Huntingmate Atlasar og bakgrunn má sjá hér Ættbók Atlasar er hér neðst í myndunum.  hún kemur ekki fram á vef Retrieverdeildar nema ef opnaðar eru ættbækur afkvæma hans. t.d. hér

Það eru líka fínar upplýsingar um okkar hunda efst á þessari síðu þar eru meðal annars linkar á foreldra Atlasar og er bakgrunnur þeirra og skildra hunda mjög áhugaverður. Huntingmate Atlas

Hér að neðan má sjá myndir af skötuhjúunum.  

Frekari upplýsingar gefur Heiðar, heidarsv@gmail.com, skilaboð á Heiðarbólssíðunni á facebook eða í síma 8255219


Hér að ofan eru Dimma og Atlas eftir að Dimma varð í fyrsta sæti í OFL á Meistaramóti Retrieverdeildar og Atlas í öðru sæti.

Atlas og Dimma


Atlas og Dimma


Atlas á sínu öðru veiðiprófi þar sem hann hlaut 1.einkun í BFL og besti hundur.


Dimma í sínu fyrsta veiðiprófi í OFL og hlaut hún 1 einkun, besti hundur og að auki Heiðursverðlaun.


Ættbók Huntingmate Atlasar

22.03.2019 16:13

Komnir hvolpar

21.mars 2019 gaut Kola 7 heilbrigðum hvolpum.  3 svartar og 1 gul tík, 3 svartir rakkar.
Öllum heilsast vel, drekka vel og dafna.
Kola stendur sig sem fyrr mjög vel í móðurhlutverkinu og sýnir yfirvegun.

Það verður gaman að fylgja þessum nýju einstaklingum inní lífið.

hvolparnir eru eins og áður sagði undan Kolu og Huntingmate Atlas.  Upplýsingar um foreldra eru hér Atlas og Kola 

það má sjá myndir á síðunni hér15.02.2019 14:53

Hvolpar á leiðinni

ISFTCH Kola var pöruð við Huntingmate Atlas í janúar síðastliðnum.
Í dag kom í ljós að hún er hvolpafull og eigum við von á hvolpum seinnihluta mars.

Kola er íslenskur veiðimeistari og með sterkan bakgrunn úr veiði- og vinnulínum, báðir foreldrar Kolu koma frá Kolkuósræktun sem hefur um langt skeið verið leiðandi í ræktun á veiði- og vinnuhundum af labrador kyni. Upplýsingar um Kolu má sjá hér. http://data.retriever.is/DogProfile.asp?pedID=-1884569632

Huntingmate Atlas var fluttur inn af Hrafnsvíkurræktun í fyrra frá vinum okkar í Noregi Trond og Aase sem eru með Huntingmate. Atlas er að sama skapi með sterkan bakgrunn í veiði- og vinnulínum frá Svíþjóð og Danmörku. Upplýsingar má sjá hér. http://data.retriever.is/DogProfile.asp?pedID=1569478550

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda fyrirspurn hér í skilaboðum, tölvupóst á heidar@bl.is eða í síma 8255219.


  • 1
Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 529338
Samtals gestir: 80863
Tölur uppfærðar: 21.1.2020 23:27:44

Um mig

Nafn:

Heiðarbóls Labrador

Farsími:

8255219

Tenglar